sendum þá aftur upp á fjöll!

... og fáum okkur ný ríkisstjórn.
mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hann talar þjóðina í hel

Mörgum fannst augljóslega að Davíð hafi skorað fullt hús í viðtali við Sigmar í Kastljósinu. Og hann gerði það í fyrstu sýn, talandi mannamál eins og margir bloggarar hafa skrifað.

En hvað sagði hann? Fyrir utan yfirtöku bankanna sem sviptir hluthöfum eignina sína (eins og gjaldþrot hefði líka gert) ætla 'þjóðin' ekki að borga fyrir geysta fjárfestingastefnu bankastjórana. Ég held að engin hafi samúð við þá sem sumir hafa þénað meira á einu ári og ég mun þéna á starfsævi mínu en málið er bara ekki eins einfalt.

Hann sagði í raun að þeir erlendar fjárfestar (bankar og innlánsbókaeigendur) sem hafa veitt íslenskum bönkum lán muni að líkindi fá greitt til baka 5-10%. Ef af því verður þá mun Ísland sem heild missa í mjög langan tíma tiltrú erlendra aðila, gengi krónunnar mun varla rétta úr kútnum og bæði ríkið og bankar mun lengi borga hátt tryggingaálag á lánin sin þótt krísan sé löngu liðin hjá. Auk þess munu erlend ríki geta auðveldlega beitt pólitískan þrýsting (= endurgreiðsla þessa lána sem fara í þrot). Sjáið hvað gerðist með Argentínu fyrir nokkrum árum. Það er varla leið hjá því að þjóðin axli þessa ábyrgð á einn eða annan hátt nema ein:

Að það verði sótt um aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fagleg vinnubrögð verði haft að leiðarljósi, með virtum fagaðilum við stjórnvölinn. Það eru ekki bara bankarnir sem hafa farið fram úr sjálfum sér, margir einstaklingar tóku þátt í græðgi og keyptu allt á láni einu. Nú er komið að skuldardögum, aðeins of fljótt þó.

Svona tal sýnir í raun ekkert nema þrjóska og er ekki gert til að hvetja vinaþjóðir til að rétta hjálparhönd. Ísland er ekki lengur í stöðu til að ráða ferilinn, Ísland hefur ekki lengur val, í augum erlendra frétta (t.d. Nýja Sjáland) er það nú þegar komið í gjaldþrot. Svona talar Davíð Oddsson þjóðina í hel.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þegar menn fara sínar eigin slóðir ...

... skila þeir kannski óvænt vinina eftir. Ég skal ekki segja en þetta er kannski niðurstaðan þess að Íslendingar hafa á síðustu árum þótt geta allt sem aðrir gátu ekki því þeir fóru nýjar leiðir. Jafnvel leiðir sem öðrum þótti kannski vera merkta siðferðilegum spurningamerkjum.

Eins og að vilja alltaf að fara heim með fallegustu stúlku (Evru) af ballinu (ESB) án þess að greiða aðgangsgjald (fullt samstarf), handstýringu efnahagsins skv. einkavæðingu bankana eftir því hver var vinur hvers o.s.fr.v. (einkastríð Baugsmanna og Davíðs Oddssonar) Annað sem mér dettur í hug eru hval- og selveiðar.

Ekki taka það þannig að ég fullyrði að einhver hafi sagt við fulltrúa Seðlabankans: "Þið fáið ekki skiptasamning nú þar sem þið veiðið hvali." Heldur þannig að þeim finnst Ísland skrítið eða svolítið ókunnuglegt þar sem allt er aðeins öðruvísi.

Við sáum það líka þessa daga: allir á fundum með öllum, á meðan þjóðin og fleiri sitja við sjónvarpsskjá og biða frétta en fá ekkert nema  tilkynningu um "vissar aðgerðir" Fyrr en það er búið að taka róttækar aðgerðir með neyðarlögum, á meðan ríkisstjórnir annars staðar reyna að upplýsa almenninginn sem fyrst um leið og lausn fær stuðning allra aðila og hafa samþykki þjóðþingsins frekar sem formlegt atriði eftirá. Hins vegar er rússalánið tilkynnt þó það sé ekki komið í höfn að fullu? Þetta eru slæmar fréttasíðir sem hafa keim af leynimakki sérstakalega undir þessum kringumstæðum og ber að varast ef hægt er.


mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vernda náttúruna

Mér brá fyrst við þessa frétt en eftir nokkra umhugsun hef ég eftirfarandi að segja um málið:

Tökum fyrst dæmi.

Ég var við Geysi um daginn með ferðamannahóp og skoðaði svæðið, benti á að halda sig réttu megin við girðinguna (eða reipi frekar en girðingu) og allt gekk vel. Svo sé ég að LANDVÖRÐUR fer með hóp yfir girðinguna að Geysisóp, stendur þar og útskýrir mál sitt og skilar sér svo hægt og rólega aftur á veginn. Ég spurði hann hvort það væri nú hættulegt að fara á skálann eða ekki. Hann svaraði: " jú eiginlega en þetta eru sérfræðingar". Hann gerði sé bara ekki grein fyrir því að alla vega það sem eftir var af deginum for fólk eftir fyrirmynd hans (hann var nú merktur "LANDVÖRÐUR / RANGER") og gekk að skálanum.

Stundum hef ég þá tilfinningu að frekar ætti að banna einstaklingum aðgang að stökum svæðum frekar en hópum þar sem hópum fylgir yfirleitt ábyrgur leiðsögumaður. Það eru miklu oftar einstaklingar (alla vega hlutfallslega) sem fara ekki eftir reglunum eða fyrirmælum, ekki síst Íslendingar, eins og þeir vildu meina: "ég á þetta land, reglurnar um umgengi gilda ekki fyrir mig!"

Það má taka aðgangseyri að helstu ferðamannastöðvum mín vegna, setja upp hlið með starfsmann/umsjónarmann svæðisins. Þá greiddu bæði hópar og einstaklingar fyrir afnot af svæðinu. Þá væri kannski loksins hægt að lagfæra aðstöður fyrir tekjurnar, t.d. klósett, almennileg falleg randrið sem afmarka á afdráttarlausan hátt bannsvæði. Þá mætti hafa hlið í handrið/girðingu þar sem landvörður gæti gengið inn með sérfræðihópa og læst eftir sig svo engin hætta stafi af staðnum fyrir almenning. Það var fallega gert við Hraunfossa eða að hluta Gullfoss, af hverju ekki við Kerið, Geysi, Goðafoss, Dettifoss og Námarönd?

Hvað segði Íslendingur sem les þessa línur ef hann færi í hópferð til útlanda og fengi ekki að skoða það sem hann finnst áhugavert bara vegna þess að hann ferðaðist með hópi?

Svo er ég með lausn fyrir hópbifreiðar sem ég lærði af íslenskum hópi úti: að stoppa á Biskupstungnabraut og gefa 30-70 einstaklingum sem nenna ekki að lesa enskan texta tækifæri til að uppgötva svæðið á eigin vegum, sem sagt án þess að benda á að hlífa náttúrunni.

Ég vil sjá að ríkið viðurkenni loksins í verki að ferðaþjónustan er mikilvægur atvinnuvegur. Það er ekki nóg að gleðjast yfir því að 450.000 ferðamenn eða fleiri heimsæki (= fljúgi til) Ísland, þessu fylgir ábyrgð fyrir landið sem þolir ferðamannastrauminn einungis ef vel er að því staðið. Ef ferðamannasvæðin eru byggð upp á skipulagðan, vandaðan hátt er ferðaþjónustan mikið tækifæri, annars mikil vá fyrir náttúruperlur landsins.


mbl.is Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tenging við Eyjarnar

Það er að vísu rétt sem Magnús segir, að menn eiga eftir að keyra alla leið um Rangár- og Árnessyslu til að komast til Reykjavíkur. Ef það væri ekki ferðatálmur þá bæri meira á Bakkaflugvöll en raun ber vitni. Ég voga mér hér hins vegar ekki að fella dóm yfir ágæti Bakkafjarahafnar en vil benda frekar á lausn á máli sem ég hef áður lýst í greinum:

Ef til væri hraðskreið lest frá Reykjavík um Þrengsli og Selfoss, Hellu og Hvolsvöll að þessar tilvonandi höfn (og áfram austur) þá væru samgönguskilyrði miklu betri (giska á innan við 1 klst. miðað við hátt í tvo á löglegum hraða í dag milli Bakka og höfuðstaðarins) ekki bara fyrir Eyjamenn eina heldur líka fyrir alla í leiðinni og skilvirkar samgöngur innan fjórðungsins þurftu ekki fara um Reykjavíkurflugvöll.

Þetta krefst náttúrulega hugsunar í aðeins víðari samhengi en bara að komast frá A til Reykjavíkur og að gæta hagsmuni  eins sveitaféjags í einu.


mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

landráð ...

... hefur hingað til alltaf verið skilgreind af hálfu stjórnvalda en ekki af félagi ungra skoðunarhafa.

Vilja þeir þá einnig segja upp alla tvísköttunarsamninga, aðild að WTO norðurlandasamstarfi og NATO? (EES koma ram í fyrr færslu)?


mbl.is Leggjast gegn aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona orðalag ....

... er yfirleitt notað til að hylma yfir óyfirstíganlega ágreiningu í málefnum. Það mætti líka kalla innanflokksátök. Og á meðan þessi átök standa, er flokkur yfirleitt varla afkastamikill í ábyrgðarstöðu.

Annars er þetta áhugaverð túlkun á nýgerðum málefnasamningi.

Ég spýr: Hvað er þá betra, að vera ekki með málefnasamning eins og Ólafur F. gagnýndi varðandi tjarnakvartetti eða að virða anda málefnasaningsins að vettugi eins og hér kemur fram?


mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hverjir keyra svona mikið um ..?

Það væri áhugavert að sjá af hverju þessi aukning stafar: þungaflutningar á þjóðvegi, fólk sem býr öðru megin við Hvalfjörð en vinnur hinu megin .... eða einfaldlega aukin almenn umferð?

Ég velti því fyrir mér hvort járnbraut undir Hvalfjörð, knúin rafmagni, milli Reykjavíkur og landsbyggðinni gæti þjónað umferðinni að verulegu leyti ... ? 


mbl.is Rúmar 2 milljónir bíla um Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegfarendur minna Vegagerðinni á að fylgjast með merkingar!

Ég fer Reykjanesbrautina nógu oft til að þekkja hana vel en samt nógu sjaldan til að vera hissa í hvert skipti sem maður lendir við illa merkt framkvæmdasvæði þar sem helsta merking er drulla á vegi og styeputálma sem eru jafn gráir og íslenska skammdegið.

Önnur spurning: hvenær kemur lýsing á akbrautinni austur á höfuðborgarsvæðið?


mbl.is Vegargerðin minnir á framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvaða, hvaða ... en rafmagnslest?

Ég skil nú ekki alveg hvað þetta á að þýða. Nú þekki ég ekki upp á prósentutölu orkunotkun þ.e.  losun gróðurhúsalofttegunda Íslendinga sem stafar af samgöngum en miðað við bílaflóta sem er hlutfallslega með því stærsta sem þekkist í Evrópu og ferðavenjur þar sem allt umfram 250 m fjarlægð er keyrt á bíl og vélin í gangi á meðan verslað er .... 

Það eru svo margir möguleikar á að minka eldsneytisnotkun. Stærsti hluti gæti þó verið að nota rafmagn til samgangna. Jú það er hægt nú þegar, það þarf ekki að bíða eftir vetni!

Efla strætó og nota rafknúna strætisvagna eða sporvagna á höfuðborgarsvæðinu, nota rafmgnsknúnar lestir fyrir langferðaflutninga bæði vöru- og fólksflutninga. Ég tala nú ekki um kostnað sem stafa af háu eldsneytisverði ...
mbl.is Geir: Ekki ákveðið hvort Íslendingar fari fram á undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband