þegar menn fara sínar eigin slóðir ...

... skila þeir kannski óvænt vinina eftir. Ég skal ekki segja en þetta er kannski niðurstaðan þess að Íslendingar hafa á síðustu árum þótt geta allt sem aðrir gátu ekki því þeir fóru nýjar leiðir. Jafnvel leiðir sem öðrum þótti kannski vera merkta siðferðilegum spurningamerkjum.

Eins og að vilja alltaf að fara heim með fallegustu stúlku (Evru) af ballinu (ESB) án þess að greiða aðgangsgjald (fullt samstarf), handstýringu efnahagsins skv. einkavæðingu bankana eftir því hver var vinur hvers o.s.fr.v. (einkastríð Baugsmanna og Davíðs Oddssonar) Annað sem mér dettur í hug eru hval- og selveiðar.

Ekki taka það þannig að ég fullyrði að einhver hafi sagt við fulltrúa Seðlabankans: "Þið fáið ekki skiptasamning nú þar sem þið veiðið hvali." Heldur þannig að þeim finnst Ísland skrítið eða svolítið ókunnuglegt þar sem allt er aðeins öðruvísi.

Við sáum það líka þessa daga: allir á fundum með öllum, á meðan þjóðin og fleiri sitja við sjónvarpsskjá og biða frétta en fá ekkert nema  tilkynningu um "vissar aðgerðir" Fyrr en það er búið að taka róttækar aðgerðir með neyðarlögum, á meðan ríkisstjórnir annars staðar reyna að upplýsa almenninginn sem fyrst um leið og lausn fær stuðning allra aðila og hafa samþykki þjóðþingsins frekar sem formlegt atriði eftirá. Hins vegar er rússalánið tilkynnt þó það sé ekki komið í höfn að fullu? Þetta eru slæmar fréttasíðir sem hafa keim af leynimakki sérstakalega undir þessum kringumstæðum og ber að varast ef hægt er.


mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

'Hins vegar er rússalánið tilkynnt þó það sé ekki komið í höfn að fullu? Þetta eru slæmar fréttasíðir sem hafa keim af leynimakki' '  Þetta kallast þversögn! 

H G, 7.10.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband