með aðra reynslu

Það var auglýst í Þýskalandi strax í haust hvað Ísland væri nú ódýrt en svo fóru einhverjir blaðamenn í stutta ferð til Reykjavíkur. Því miður reyndist fátt ódýrara í raun og veru þrátt fyrir auglýsinguna: stóru hótelin hvort sem er löngu búin að gefa út gjaldskrá í Evrum og flugfélög einnig. Það eina sem væri ódýrara, las ég, væri bjórinn og ullarvörur. Hvort sem þeir höfðu rétt fyrir sér eða ekki, alla vega var skilaboð þeirra að Ísland væri EKKI miklu ódýrara. Reyndar játuðu íslenskir aðilar að verð í krónum hafi hækkað í takt við gengisfalli, þar sem nánast allt þarf að flytja inn. Þeim sem vinna í ferðaþjónustu dettur þar fyrst Bláa Lónið í hug og einnig 66°norður.

Allt annað en sama hörmungasaga: íslenskir listamenn sem eru í sambandi við gallerí úti virðast skuldbundnir til að verðleggja sig (eða frekar list sína) í erlendum gjaldmiðli eftir hverju sem við á, svo að erlendir listunnendur kaupi áfram heima hjá sér í New York, Paris, London eða Berlin og koma því ekki betur heldur verra út úr kreppunni þar sem þeir þurftu að hækka griðalega hér heima.

 Því miður segir gengisbreyting bara hálfu söguna.


mbl.is Hagstætt að ferðast til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband