hann talar þjóðina í hel

Mörgum fannst augljóslega að Davíð hafi skorað fullt hús í viðtali við Sigmar í Kastljósinu. Og hann gerði það í fyrstu sýn, talandi mannamál eins og margir bloggarar hafa skrifað.

En hvað sagði hann? Fyrir utan yfirtöku bankanna sem sviptir hluthöfum eignina sína (eins og gjaldþrot hefði líka gert) ætla 'þjóðin' ekki að borga fyrir geysta fjárfestingastefnu bankastjórana. Ég held að engin hafi samúð við þá sem sumir hafa þénað meira á einu ári og ég mun þéna á starfsævi mínu en málið er bara ekki eins einfalt.

Hann sagði í raun að þeir erlendar fjárfestar (bankar og innlánsbókaeigendur) sem hafa veitt íslenskum bönkum lán muni að líkindi fá greitt til baka 5-10%. Ef af því verður þá mun Ísland sem heild missa í mjög langan tíma tiltrú erlendra aðila, gengi krónunnar mun varla rétta úr kútnum og bæði ríkið og bankar mun lengi borga hátt tryggingaálag á lánin sin þótt krísan sé löngu liðin hjá. Auk þess munu erlend ríki geta auðveldlega beitt pólitískan þrýsting (= endurgreiðsla þessa lána sem fara í þrot). Sjáið hvað gerðist með Argentínu fyrir nokkrum árum. Það er varla leið hjá því að þjóðin axli þessa ábyrgð á einn eða annan hátt nema ein:

Að það verði sótt um aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fagleg vinnubrögð verði haft að leiðarljósi, með virtum fagaðilum við stjórnvölinn. Það eru ekki bara bankarnir sem hafa farið fram úr sjálfum sér, margir einstaklingar tóku þátt í græðgi og keyptu allt á láni einu. Nú er komið að skuldardögum, aðeins of fljótt þó.

Svona tal sýnir í raun ekkert nema þrjóska og er ekki gert til að hvetja vinaþjóðir til að rétta hjálparhönd. Ísland er ekki lengur í stöðu til að ráða ferilinn, Ísland hefur ekki lengur val, í augum erlendra frétta (t.d. Nýja Sjáland) er það nú þegar komið í gjaldþrot. Svona talar Davíð Oddsson þjóðina í hel.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð vill ekki fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn inn því, eins og hann sagði í viðtalinu, þá setja þeir fúskarana af. Og hvað verður þá um hann?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband