5.3.2009 | 18:47
Af hverju bara gera að einkennum en ekki að rót vandans?
Það er gott og fínt í sjálfu sér að borgin ætli að reyna að halda svifryk í skerðum en menn geri sér grein fyrir því:
Þó að það rigni eða blási heiftuglega þá gerast samt þau slit á vegum sem verða að svifryki í þurru veðri. Munurinn er sá að í venjulegu Reykjavíkurveðri verða þessi efni blásin langt út á haf eða skolað í læki ó síðan út í haf. Er það ekki auðlindin sem menn vilja halda hreinni?
Jafnvel þegar snjóþekja er á vegum er lagður grundvöllur að svifryki, þ.e. með ríflegri notkun salts á vegum sem þornar svo líka upp, eða er skolað í sjóinn.
Það verður að banna nagladekk á fólksbílum skráðum á höfuðborgarsvæði, nota harðari slitlag í gatnagerð og bæta frekar snjómokstur á þeim dögum sem virkilega þörf eru á.
Og jú, bæta almenningssamgöngur.
Helstu götur rykbundnar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.