3.2.2009 | 23:35
álít Íslands í útlöndum
var að horfa á spjállþátt á þýsku stöðinni ZDF, þar voru samtöl við nokkra fjármálablaðamenn (einn er með þátt sem fjallar um neytendavernd, annar er kauphallarfréttamaður, ...) og gafst fólki tækifæri til að hringja inn og spyrja. Ein spyrði um stöðu 'þess íslenska banka' (Kaupþing Edge í Þýskalandi).
Í stuttu máli þar kom fram að Íslendingarnir (þ.e. þjóð og ríki) séu í raun gjaldþrota og mjög erfíð að eiga við, til að bæta svart ofan á grátt væri ríkisstjórn í óöryggri stöðu og að þýska ríkisstjórn hafi veitt Ísland lán til að greiða innistæður til baka sem hefði átt að gerast núna um síðustu áramót, enn ekkert skéð.
Það mátti lesa af augnráði og máli blaðamannanna að Ísland væri í raun orðin vonlaus og þeir voru hissa en ekki hneykslaðir þegar einn þeirra sagði frá því að breska ríkisstjórn hefði sett íslenska aðila á hryðjuverkamannalista, hinir vissu það greinilega ekki áður.
Það verður erfítt að vinna skilning fyrir íslenska hagsmuna þar á bæ á næstum misserum ef ekki árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.