27.3.2008 | 14:46
tenging við Eyjarnar
Það er að vísu rétt sem Magnús segir, að menn eiga eftir að keyra alla leið um Rangár- og Árnessyslu til að komast til Reykjavíkur. Ef það væri ekki ferðatálmur þá bæri meira á Bakkaflugvöll en raun ber vitni. Ég voga mér hér hins vegar ekki að fella dóm yfir ágæti Bakkafjarahafnar en vil benda frekar á lausn á máli sem ég hef áður lýst í greinum:
Ef til væri hraðskreið lest frá Reykjavík um Þrengsli og Selfoss, Hellu og Hvolsvöll að þessar tilvonandi höfn (og áfram austur) þá væru samgönguskilyrði miklu betri (giska á innan við 1 klst. miðað við hátt í tvo á löglegum hraða í dag milli Bakka og höfuðstaðarins) ekki bara fyrir Eyjamenn eina heldur líka fyrir alla í leiðinni og skilvirkar samgöngur innan fjórðungsins þurftu ekki fara um Reykjavíkurflugvöll.
Þetta krefst náttúrulega hugsunar í aðeins víðari samhengi en bara að komast frá A til Reykjavíkur og að gæta hagsmuni eins sveitaféjags í einu.
Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.