9.6.2007 | 23:54
mikið er ég feginn!
Ég skil ekkert í þessu malbíkunarbrjálæði á hálendisvegum. Ef þetta verður að heilsársvegi þá fylgir brátt sjóppa og bensínstöð við Hveravelli. Af hverju ekki byggja einnig raforkuver? Svo keyrir fólk um Bláskógabyggð og finnst því vegurinn allt of seinfarinn (sem hann er fyrir þungaflutningar) en þar kemur sér "nýi Gjábakkavegurinn" vel því hann styttir leiðina frá Gullfossi til Reykjavíkur til muna. Nema hann liggur þá um sumarhúsabyggð í Grímsnesi sem er verið að þróa og byggja upp. Ætli sömu menn sem vilja fá malbík að vera á móti þjóðveg gegnum sumarhúsaloðina sína?
Hvað ætti tilgangur malbíkaðs Kjalvegs að vera?
Ok ég veit, að stytta leiðina til Reykjavíkur. En hvað munu framkvæmdir kosta og hvað væri ávinningur á moti? Væri kannski ekki hægt að hugsa aðeins lengra og nota peningar á skilvirkaran hátt? Eða má ekki leyfa sé að hugsa málin til enda fyrst og framkvæma svo? Ég viðurkenni að samgöngur krfjast úrbætur, en fljótfundnasta leusnin er ekki alltaf sú skynsamasta?
Ég vil í þessu samhengi benda á hugmyndir um lestasamgöngur sem ég er að setja saman á heimasíðu minni!
Kjalvegur verði ekki malbikaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ekki orðið var við neitt "brjálæði" í sambandi við malbikun hálendisvega. Enginn af þeim er malbikaður. Leiðin yfir Kjöl gerir fólki á Suðurlandi kleift að komast norður á mun skemmri tíma en nú er og mér finnst það vera mikils virði að fólk veigri sér ekki við að fara milli landshluta vegna þess eins að vegur sem það gæti farið farið er ekki uppbyggður og það verði að velja sér mun lengri leið. Selfyssingar verða til dæmis að aka næstum alla leið til Reykjavíkur til að komast til Akureyrar, hvað þá Hellingar, Hvolfsvellingar og Mýrdælingar. Þeir sem austar eru geta líklega ekið Austfirðina. Það er ekkert á leiðinni yfir Kjöl sem þarf að vernda fyrir umferð. Auðvitað þurfum við sem eigum jeppa að geta farið einhverja vegi sem "hinir" komast ekki, en ég held að það sé nóg af þeim. Sprengisandsleið og Kjöl á að malbika og halda opnum allt árið!
Björgvin Þórisson, 10.6.2007 kl. 00:09
Sjáum nú til. Það er á stefnu vegagerðarinnar að leggja Kjalveg bundnu slitlagi, sú stefna er búinn að vera í gildi í nokkur ár. Það er ekki fyrr en með tilkomu norðurvegar að þetta mál hefur komist í umræðu. Nú þegar er búið að "malbika" 15 km fyrir ofan Gullfoss. Ekki var neinn á móti því !
Bergur Þorri Benjamínsson, 10.6.2007 kl. 01:00
Ef að Kjalvegur verður malbikaður þarf hann að vera mjög hár til þess að það safnist ekki fyrir snjór og krapi á honum. Hvað þýðir hár, malbikaður vegur þvert yfir landið? Jú, það þýðir það að það verður stór, svört lína í landslagi hálendisins sem kemur til með að sjást langt að næstum alls staðar að á hálendinu. Er það það sem íslenskir og erlendir ferðamenn vilja sjá? Hvað með sjarmann af því að aka malarveg í fallegu landslagi? Þessi vegur er opinn öllum bílum á sumrin ekki bara jeppum. Það að hann skuli vera lokaður á veturna þýðir meira öryggi fyrir vegfarendur. Veður á hálendinu geta verið válynd á veturna, það er á stórum hluta vegarins langt að sækja hjálp og hvað eiga margir eftir að nýta sér veginn á veturna? Mun það borga sig til fulls til samfélagins að framkvæma þetta? Er virkilega ekki hægt að fara í aðrar vegframkvæmdir sem skila meiru til samfélagsins?
Halla (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 03:03
Halla: Ég hugsa að þessi svarta lína í landslagi hálendisins sjáist allaveganna ekki úr 101 Reykjavík, þannig að við getum róað okkur niður. Þú talar um sjarmann við það að aka á rykmettuðum malarvegi í fallegu landslagi. Það má vel vera að það líti þokkalega út að horfa á þá senu í Hollywood bíómynd, eða þá á ljósmynd á vegg einhvers kaffihússins í 101 Reykjavík.
"að hann skuli vera lokaður á veturna þýðir meira öryggi fyrir vegfarendur"
Þetta er soldið mögnuð setning í sjálfu sér, væri Ísland ekki bara betri ef við settum útgöngubann á milli 10 á kvöldin og 8 á morgnana ?
Þá værum við búin að fækka slysum og ofbeldisbrotum um pottþétt 100% , vegna þess að þau verða jú flest þegar fer að dimma
Jens Ruminy: Ég skoðaði síðuna þína varðandi lestarsamgöngur, athyglisverðar hugmyndir margar hverjar. En ef ég skyldi kortið rétt, þá var lest frá Hellu til Hafnar í Hornafirði. Hefurðu nokkuð kannað hver tilvonandi eftirspurn yrði til að mynda á þeirri leið ? Bara smá pæling....
Ingólfur Þór Guðmundsson, 10.6.2007 kl. 21:07
Ég þakka þér, Ingólfur Þór, að hafa litað inn á heimasíðuna mína. Aðalatriðið með kortinu og hugsanlegum leiðum er að hvetja til umhugsunar. Getur verið að sumt virðast fara langt fram úr öllum möguleikum. En það sem virðast klikkað í fyrstu finnst mönnum kannski bara eðlilegt á morgun, aldrei að vita.
Jens Ruminy, 10.6.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.