söguleg stund

Þetta var söguleg stund á Alþingi, spennuþrungin og þingmönnum örugglega ekki auðvelt að greiða atkvæði sínu. Það skiptir engu máli, hvort niðurstaða var tæp eða ekki, því hún mun standa eftir í sögubókum sem lykilpunktur í Íslandssögu.

Nú verður að hafast handa við undirbúning samningskrafna, greina mögulega brotalamir og meta hagsmuni. Það hefur verið tekið fram margoft að erfiðast getur mönnum reynst að finna lausn í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, reyndar telja sumir erlendir aðilar að hvalveiðar verða einnig erfiður kafli. Í mörg ár var Evrópuumræðan komið skyndilega á endann þegar þessi tveir málaflokkar voru bara nefndir.

En maður ætti að leyfa sér að spyrja sig: Af hverju ættu nákvæmlega þessi tvö samningssvið að ræða úrslítum? Hvað með þá aðila sem gætu hagnast á ESB aðild, eru þeir ekki jafn mikilvægir? Hvað með neytendamálum, hvað með iðnaðinn og verslun sem þrá að fá Evruna?

Svo þegar umræðan um kvótabrask kom í hæsta mæli fyrir rúmlega viku síðan rann það fyrir augum mér: Áður en menn geta gert sér von um að ná lendingu sérstaklega í sjávarútvegsmálum þurfa Íslendingar fyrst að koma á sátt sín á milli. Í öll þessi ár hefur alltaf verið haldið fram að fiskimiðin séu auðlind í þjóðareign og útlendingar megi ekki koma höndum á þau. En það hefur sýnt sig að það þarf engan útlending til að fara illa með íslensku þjóðinni og eignum hennar, það eru til nógu margir óprúttnir Íslendingar sem bera engan veginn hag Íslands fyrir brjósti sér heldur eingöngu eigin hagsmuni. Útlendingar/ESB hafa bara verið notaðir til að benda athygli almennings frá því að sumir eiga allt og flestir eiga ekkert af þjóðarauðlindum. Rifildi um byggðakvóta, strandveiðidaga og dauð sjávarpláss sem mega ekki veiða fiskinn sem þeir sjá úr glugga heima hjá sér sýna að margt er óuppgert innan íslenska þjóðfélagsins.  Fyrr en Íslendingar hafa ekki fundið varanlega lausn í sátt sem sameinar aðgang almennings að þjóðareigninni og þeim kostum sem einkaeign á auðlindum á að bera með sér - kannski með því að ríkið bjóði kvóta upp til einhverja ára í senn - er ekki nema von um að stór hópur mun hafna hvaða ESB-samning sem er. Lausn sem tryggði jafna aðgangsmöguleika alla sem vildu að auðlindinni sem ríkið færri með stjórn væri kannski mjög sterk rök fyrir því að íslenska ríkið eitt haldi stjórn á Íslandsmiðum, þó að öðrum sé veittur aðgangur (og ríkið hefði samt tekjur af kvóta boðnum upp til erlendra aðila).

 Hvað varðar landbúnaðinn sé ég engan veginn umræðu um ný tækifæri sem hugsanleg ESB-aðild mundi þýða. Hvernig gengur með lambakjötsútflutningi, með jarðvarmagrónu grænmeti? Gefast menn upp á möguleikana áður en þeir opnast?

 

Hvað sem mönnum finnst um ESB er þetta tækifæri að leysa deilur sem lengi hafa verið haldnar undir borði með tækifæriskenndum breytingaraðgerðum.

 


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband